6 C
Grindavik
1. desember, 2020

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

Skyldulesning

Björgunarsveitin Blakkur, lögreglan, sjúkraflutningamenn og slökkviliðið stilltu sér upp á …

Björgunarsveitin Blakkur, lögreglan, sjúkraflutningamenn og slökkviliðið stilltu sér upp á Patreksfirði í tilefni dagsins.

Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson

Lítill hópur viðbragðsaðila, ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, kom saman við Suðurlandsveg í kvöld þar sem kveikt var á kertum og þeirra minnst sem látist hafa í umferðinni hér á landi.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á athöfn á alþjóðlegum minningardegi um …

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á athöfn á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.

Ljósmynd/emm.is

Árleg­ur alþjóðleg­ur minn­ing­ar­dag­ur um fórn­ar­lömb um­ferðarslysa er í dag, 15. nóv­em­ber. Minningardagurinn var sniðinn að aðstæðum í samfélaginu og athöfn því látlausari en oftast áður.

Frá athöfn á Suðurlandsvegi.

Frá athöfn á Suðurlandsvegi.

Ljósmynd/emm.is

Til­gang­ur­inn með deg­in­um er að minn­ast þeirra sem hafa lát­ist í um­ferðinni, leiða hug­ann að ábyrgð hvers og eins í um­ferðinni og ekki síst færa starfs­stétt­um sem sinna björg­un og aðhlynn­ingu þegar um­ferðarslys verður þakk­ir fyr­ir mik­il­vægt og óeig­ingjarnt starf.

Auk viðburðarins á Suðurlandsvegi voru haldnir fámennir minningarviðburðir víða um land í kvöld.

Innlendar Fréttir