6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Missir af næstu leikjum Arsenal

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Thomas Partey gekk til liðs við Arsenal frá Atlético Madrid …

Thomas Partey gekk til liðs við Arsenal frá Atlético Madrid í sumar.

AFP

Thomas Partey, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, missir af næstu leikjum liðsins vegna meiðsla en þetta staðfesti Mikel Arteta, stjóri Arsenal, um helgina.

Partey lék síðast með Arsenal hinn 8. nóvember síðastliðinn í 3:0-tapi gegn Aston Villa á Emirates-vellinum í London þegar hann fór meiddur af velli.

Miðjumaðurinn er tognaður aftan í læri en hann gekk til liðs við Arsenal frá Atlético Madrid í sumar fyrir 45 milljónir punda.

„Ég á ekki von á því að Partey verði með okkur í næstu leikjum,“ sagði Arteta í samtali við fjölmiðlamenn eftir 2:1-tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Meiðslin eru alvarlegri en í fyrstu var talið en ég vil ekki nota fjarveru hans, né annarra leikmanna, sem afsökun fyrir slæmu gengi liðsins,“ bætti knattspyrnustjórinn við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir