-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

Missti aldrei meðvitund eftir áreksturinn við Albert

Skyldulesning

Kasper Schmeichel markvörður danska landsliðsins var alltaf með meðvitund og var í góðu jafnvægi eftir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í gær, segir Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari.

Kasper Schmeichel var skipt af velli í leikhléi eftir harðan árekstur við Albert Guðmundsson þegar Danir unnu 2-1 sigur.

Markvörðurinn var slappur í hálfleik og var ákveðið að taka hann af velli en hann var fljótur að jafna sig. „Hann leit ágætlega út eftir leikinn og söng með liðinu. Við þurfum að sjá hvernig hann verður en við vonum að þetta sé ekki alvarlegt,“ sagði Hjulmand

Ísland tapaði á svekkjandi hátt gegn Danmörku í gær en Danir skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon baðaði út höndunum þegar hann stökk upp í skallabolta og boltinn fór í hönd hans. Eriksen skoraði af öryggi og tryggði Dönum sigur.

Danir komust yfir eftir tólf mínútna leik með marki Christian Eriksen úr vítaspyrnu. Dómurinn var umdeildur en Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur fyrir litlar sakir.

Viðar Örn Kjartansson jafnaði svo leikinn fyrir Ísland þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum, Viðar tók færið sitt vel eftir að hafa komið inn sem varamaður. Viðar fyrsti Íslendingurinn til að skora á Parekn síðan Hermann Gunnarsson gerði það í 14-2 tapinu árið 1967.

Í uppbótartíma kom svo sigurmarkið en höggið sem Schmeichel fékk má sjá hér að neðan.

This is what I’m talking about btw https://t.co/dRTGG5cVMP pic.twitter.com/ciLeOxZrIV

— Mathias🇩🇰 (@AFCMathias) November 15, 2020

Innlendar Fréttir