4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Missti öll líkamshár eftir baráttu við COVID-19 – Lét flúra ljón á hnakkann

Skyldulesning

Sebastián Sosa markvörður Independient barðist á dögunum við COVID-19 veiruna og hafði betur. Veiran skæða hafði hins vegar áhrif á Sosa sem ekki hefur oft heyrst um.

Sosa fór að missa hárið þegar hann hafði lokið baráttu sinni og ákvað hann að lokum að gefast upp og raka það allt af. Að auki fóru önnur líkamshár að detta af.

Þessi 34 ára gamli markvörður sem kemur frá Úrúgvæ ákvað að fá sér húðflúr á hnakkann, flúrið hefur vakið mikla athygli en hann ákvað að setja stærðarinnar mynd af ljóni á hnakkann.

„Ég fékk veiruna í júlí og um miðjan ágúst fór hárið að detta. Hárin yfir allan líkamann fóru bara að detta af mér. Ég hef alltaf elskað ljón,“ sagði Sosa.

„Ég ákvað því að fá mér ljón á hnakkann, þeir segja að ég líti út eins og Hitman. Ég kann vel við það.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir