AC Milan vann Napoli 1-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Eina mark leiksins skoraði Ismael Bennacer á 40. mínútu. Hann setti boltann í markið eftir frábæran undirbúning Brahim Diaz í aðdragandanum.
Það er ekki nóg með það að Napoli fari marki undir í seinni leikinn suður frá heldur verða tveir lykilmenn í banni.
Miðvörðurinn Zambo Anguissa fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 74. mínútu og þá uppskar Min-Jae Kim, lykilhlekkur í hjarta varnarinnar, gult spjald sem setur hann í leikbann.
Gula spjaldið fékk Kim fyrir kjaftbrúk og gæti það reynst dýrt. Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason tjáði sig um þetta á Viaplay.
„Þetta má ekki gerast. Þetta er útsláttarkeppni,“ sagði Rúrik.
„Þetta er ófyrirgefanlegt gult spjald sem Kim fær fyrir að hreyta í dómarann.“
Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudag.