0 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

Misvísandi fréttir úr mörgum áttum.

Skyldulesning

Fréttum, tilkynningum, upplýsingum og ummælum úr öllum áttum rignir nú í þvílíkum mæli yfir landsmenn, að engu lagi er líkt. 

Innihaldið í þessari skæðadrífu er eins misjafnt eins og snifsin í drífunni eru mörg; allt frá því að íslensk yfirvöld hafi nánast framið landráð með því að hengja sig svo í vond yfirráð ESB að Íslendingar verði á köldum klaka með margfalt færri bólusetningar en nokkur önnur vestræn þjóð; – yfir í það að allar þjóðirnar fái jafnmarga skammta í byrjun, 10 þúsund hver, en það jafngildir því að hlutfallslega fáum við 20 sinnum fleiri byrjunarskammta en Þjóðverjar. 

Björn Bjarnason bloggar að upplýsingaóreiðan sé mikil og að hvorki sé hægt að kenna ESB né EES-samningnum um hvernig málin standi, heldur beri íslensk stjórnvöld alla ábyrgð. 

Páll Vilhjálmsson segir hins vegar að nú liggi það skjalfest fyrir að ESB beri alla sök á þeim ógöngum, sem bóluefnismálin séu komin í hjá okkur.   


Innlendar Fréttir