mjog-haepid-ad-salah-geti-spilad-storleikinn-a-morgun

Mjög hæpið að Salah geti spilað stórleikinn á morgun

Það er talið mjög tæpt að Mohamed Salah geti spilað með Liverpool gegn Arsenal á morgun vegna meiðsla. Sóknarmaðurinn knái æfði ekki með Liverpool í gær.

Salah fór meiddur af velli í sigri Liverpool á Brighton á laugardag þar sem hann skoraði seinna markið í 2-0 sigri.

Ljóst er að það yrði mikið áfall fyrir Liverpool að missa sinn besta mann út en liðið er í dauðafæri á að vinna ensku úrvalsdeildina.

Arsenal hefur verið á góðu skriði en Liverpool hefur þó bætt við sig Luis Diaz sem gerir breiddina í sóknarleik Liverpool miklu meiri.

Salah er 29 ára gamall en samningamál hans hafa verið í fréttum undanfarið en ekkert samkomulag virðist vera að nálgast.

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: