„Mjög óheppilegt“ ef FIFA bannar fyrirliðabönd sem sýna hinsegin fólki stuðning – DV

0
121

Magdalena Eriksson, fyrirliði Chelsea, segir að það yrði mjög óheppilegt af FIFA að banna regnboga-fyrirliðabönd á Heimsmeistaramóti kvenna í sumar.

Fyrirliðaböndin voru bönnuð á HM karla í Katar í fyrra. FIFA hefur ekki enn tekið ákvörðun með mótið í sumar.

„Það yrði mjög óheppilegt. Við fyrirliðar höfum sagt skýrt að við viljum bera fyrirliðaböndin,“ segir Eriksson.

„Vonandi getum við haft nógu hátt og fengið FIFA til að leyfa þau.“

HM fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Mótið hefst 20. júlí og stendur það yfir til 20. ágúst.