Mjög vinsæll eftir nýjustu ummælin – ,,Ætlum að vinna fokking Meistaradeildina“ – DV

0
148

Graham Potter, stjóri Chelsea, er orðinn ansi vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins eftir nýjustu ummæli hans.

Potter svaraði spurningu í gær þar sem hann sagði að það væri plan félagsins að reyna að vinna ‘fokking’ Meistaradeildina.

Potter segir að næsta verkefni sé að vinna Everton í ensku úrvalsdeildinni en svo fara alla leið og klára deild þeirra bestu.

Chelsea fær erfitt verkefni í næstu umferð en liðið spilar við Real Madrid í 8-liða úrslitum.

Potter þakkaði fyrir stuðninginn í undanförnum leikjum og lofaði að liðið myndi gera allt til að vinna Meistaradeildina 2023.

Afar skemmtilegt myndbrot sem má sjá hér.

Graham Potter:

“We’ll try and beat Everton, then we’ll take the draw, and then we’ll try and win the f*****g #UCL.”

[via @DremGetsTickets] pic.twitter.com/oOvHVUh0X7

— Absolute Chelsea (@AbsoluteChelsea) March 16, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði