Mjólkurbikar karla: Bestu deildarliðin með sigra og dramatík í Breiðholti – DV

0
84

Fjórum leikjum er lokið það sem af er kvöldi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Á Akureyri vann KA afar þægilegan sigur á Uppsveitum. Pætur Petersen og Dusan Brkovic gerðu báðir tvö mörk fyrir Akureyringa en Sveinn Margeir Hauksson skoraði eitt í 5-0 sigri.

Breiðablik vann þá nokkuð þægilegan 0-2 sigur á Fjölni þar sem Oliver Sigurjónsson og Ágúst Orri Þorsteinsson skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum.

Leiknir R. og Selfoss mættust í Lengjudeildarslag í Breiðholti. Þar var mikil dramatík þegar Omar Sowe gerði eina mark leiksins og þar með sigurmarkið á 89. mínútu.

KR tók á móti Þrótti Vogum í Vesturbæ. Bestu deildarliðið fór með þremur þægilegan 3-0 sigur af hólmi. KR-ingar tóku við sér í seinni hálfleik eftir markalausan fyrri. Skoruðu þeir Kennie Chopart og Olav Öby mörkin auk þess sem Hreinn Ingi Örnólfsson í liði Þróttar gerði sjálfsmark.