Mjólkurbikar karla: HK með stórsigur en Grótta lenti í vandræðum með 4. deildarlið – DV

0
95

Tveimur leikjum er nýlokið í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

HK tók á móti KFG og vann stórsigur, 5-0.

Atli Þór Jónasson og Hassan Jalloh gerðu tvö mörk hvor og Ívar Orri Gissurarson eitt.

Þá vann Grótta sigur á KH í miklum markaleik. Grótta er í Lengjudeild en KH í 4. deild.

Það var hins vegar KH sem komst í 0-1 snemma í þessum leik og jafnaði á ný í 2-2. Grótta komst svo hins vegar í 4-2 áður en KH minnkaði muninn í 4-3 í blálokin.

HK 5-0 KFG
1-0 Atli Þór Jónasson 6′
2-0 Atli Þór Jónasson 45′
3-0 Ívar Orri Gissurarson 71′
4-0 Hassan Jalloh 85′
5-0 Hassan Jalloh 90+3′

Grótta 4-3 KH
0-1 Luis Alberto Rodriguez Quintero 8′
1-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson 38′ (Víti)
2-1 Patrik Orri Pétursson 56′
2-2 Luis Alberto Rodriguez Quintero 59′
3-2 Tómas Johannessen 62′
4-2 Sigurður Steinar Björnsson 86′
4-3 Danny Tobar Valencia 90+3

Markaskorarar fengnir af Fótbolta.net