Pétur Axel hefur stundað sjóinn um áraraðir og þekkir varla annað en að veltast úti á ballarhafi frá unga aldri. Öll handtökin sem þarf að kunna á frystitogara kann hann og vílar ekkert fyrir sér þegar að þess háttar hlutum kemur. Hann er mjög áhugasamur sjómaður….eða fiskari, eftir því hvað menn vilja í dag kalla störf sjómanna og það lýsir sér kannski best að Pétur var svo óþreyjufullur að komast á sjó að hann mætti sólarhring fyrr en allir aðrir til skips, tilbúinn að hefja túr fullur tilhlökkunar…..