5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Mogginn sakar RÚV um hræsni – „En ekki þau, góða fólkið með góðu skoðanirnar“

Skyldulesning

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan var á dögunum fundinn sekur um að hafa brotið gegn siðareglum Ríkisútvarpsins með færslum sínu má samfélagsmiðlum þar sem hann gætti ekki hlutleysis. Að þessari niðurstöðu komast siðanefnd RÚV sem þurfti að kalla sérstaklega saman vegna kvörtunar útvegsfyrirtækisins Samherja á hendur nokkrum fjölda fréttamanna sem hafði fjallað um fyrirtækið undanfarin ár.

Niðurstaða siðanefndar hefur valdið töluverðum vonbrigðum meðal fjölmiðlamanna, baráttumanna og áhugamanna um tjáningarfrelsi svo fáein dæmi séu tekin. Niðurstaðan hefur ekki ýkja mikið verið gagnrýnd fyrir að vera röng, miðað við þær reglur sem Ríkisútvarpið hafði sett sér, en hins vegar þykir hún hafa bent á alvarlegan galla á siðareglunum sem þurfi að bregðast við.

Í kjölfar niðurstöðu siðanefndar fór Samherji fram á að Helga yrði meinað að fjalla frekar um málefni Samherja, en þeirri kröfu hefur verið hafnað. Eins mun niðurstaðan ekki hafa neinar afleiðingar í för með sér fyrir störf Helga hjá Rúv.

Þessu vekur Morgunblaðið athygli á í blaði dagsins í ritstjórnardálknum Staksteinar, en Staksteinar bera í dag yfirskriftina: „Hræsni siðapostula“.

Staksteinar velta því fyrir sér hvers vegna ekkert hafi borið á gagnrýni í garð siðareglnanna fyrr en fyrst núna, ef þær séu jafn meingallaðar og haldið er nú fram. Eins eru aðstæður bornar saman við það þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata,  var fundin brotleg við siðareglur Alþingis, en í kjölfar þeirrar niðurstöðu gagnrýndu Píratar harðlega siðareglurnar og töldu þær gallaðar.

Í Staksteinum segir svo:

„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun, að þar ráði réttlætistilfinningin úr Dýrabæ, að siðareglurnar eigi aðeins við um aðra, en ekki þau, góða fólkið með góðu skoðanirnar.

Þessi viðbrögð, bæði í þinginu og innan múra Ríkisútvarpsins, sýna hversu lítið gagn er að siðareglum þegar siðapostularnir sjálfir hafa ekki hugsað sér að fara eftir þeim.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir