7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Mogginn vill að Rósa Björk segi af sér – „Rangfærslur eru svo margar og alvarlegar, að þær eru fals“

Skyldulesning

Morgunblaðið skýtur föstum skotum á Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmann utan flokka, í Staksteinum blaðsins í dag.

Ástæðan er frumvarp sem Rósa Björk hefur lagt fram um breytingu á útlendingalögum þar sem hún leggur til að látið verði af aldursgreiningu hælisleitenda með tanngreiningu, en slíkt er gert þegar vafi leikur á aldri hælisleitenda sem segjast vera börn.

„Þetta væri óskynsamlegt, en það er þó ekkert hjá óheiðarlegum málatilbúnaði þingmannsins, sem laðað hefur frameinhverja harðorðustu umsögn um frumvarp, sem sést hefur, ritaða af þeim fjórum réttartannlæknum, sem annast hafa aldursgreiningar hælisleitenda hér á landi frá upphafi,“ segir í Staksteinum.

Morgunblaðið vísar þar í umsagnir réttartannlækna um frumvarp Rósu Bjarkar þar sem hún er sakaður um alvarlegar rangfærslur.  Í Staksteinum segir enn fremur:

„Réttartannlæknarnir afhjúpa hreinar og beinar rangfærslur í greinargerð Rósu Bjarkar, saka hana um að skálda tilmæli af vettvangi Evrópuráðsins gegn tanngreiningum þegar öll Evrópuríki nema tvö beiti þeim, að hún vísi til gagnrýni í þjóðmálaumræðu þegar hún sé aðallega að vitna til eigin orða, að hún leggi Tomáš Bocek flóttamannafulltrúa Evrópuráðsins orð í munn, sem hafi átt að hafa fallið á málþingi (sem Rósa hélt sjálf!), að hún vitni ranglega í ályktun Evrópuráðsþingsins (sem Rósa samdi sjálf!).“

Þykir Staksteinaritara rétt að Rósa Björk íhugi alvarlega að segja af sér þingmennsku, eða í það minnsta draga frumvarpið til baka.

„Rósa getur hvorki borið við fljótfærni né vanþekkingu. Rangfærslur eru svo margar og alvarlegar, að þær eru fals. Fals í frumvarpi. Ef ráðherra afvegaleiðir þingið er honum ekki sætt lengur. Er þingmanni sætt eftir að verða uppvís að hinu sama? Rósa ætti að hugsa vel en ekki lengi um afsögn. Í allra minnsta lagi að draga frumvarpið til baka og biðja þingheim afsökunar. Þessi vinnubrögð eru henni og þinginu til vansæmdar.“

Í umsögn fjögurra réttartannlækna um frumvarp Rósu er því haldið fram að frumvarpið muni ekki bæta rétt barna heldur gera fullorðnum kleift að villa á sér heimildir og sækja sér réttarvernd sem hér á landi er ætluð börnum.  Réttartannlæknarnir segja að fullyrðingar Rósu Bjarkar um málið séu meðal annars órökstuddar, villandi og beinlínis skáldaðar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir