3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Mögnuð endurkoma Arsenal

Skyldulesning

Alexandre Lacazette skoraði jöfnunarmark Arsenal.

Alexandre Lacazette skoraði jöfnunarmark Arsenal.

AFP

West Ham United gerði 3:3 jafntefli í stórskemmtilegum Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. West Ham komst í 3:0 en Arsenal kom til baka og jafnaði metin.

Fyrri hálfleikurinn var afar fjörugur. Jesse Lingard kom heimamönnum í West Ham yfir eftir 16 mínútna leik þegar hann fékk sendingu út fyrir teiginn frá Michail Antonio og smellti boltanum stórglæsilega upp í hægra hornið, 1:0.

Aðeins mínútu síðar tvöfaldaði West Ham forystu sína. Lingard var þá fljótur að átta sig, tók aukaspyrnu snögglega og sendi Jarrod Bowen í gegn. Hann var í þröngu færi og skaut með hægri fæti í nærhornið og einhvern veginn fór boltinn í gegnum Bernd Leno í marki Arsenal.

Eftir rúmlega hálftíma leik var staðan svo orðin 3:0. Vladimir Coufal átti þá fyrirgjöf frá hægri kanti sem Antonio skallaði niður og Tomas Soucek stýrði boltanum í netið af stuttu færi.

Á 38. mínútu minnkaði Arsenal muninn. Góð fyrirgjöf Calum Chambers frá hægri rataði beint til Alexandre Lacazette, hann náði góðri snertingu, náði skoti sem var á leiðinni fram hjá markinu en fór af Soucek og í netið, 3:1. Soucek því búinn að skora fyrir West Ham og í eigið net.

Þannig var staðan í hálfleik.

Strax í upphafi síðari hálfleiks var Lacazette hársbreidd frá því að skora annað mark Arsenal. Hann fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Chambers en Issa Diop bjargaði glæsilega á marklínu.

Eftir rúmlega klukkutíma leik minnkaði Arsenal svo muninn. Saka kom þá boltanum á títtnefndan Chambers, hann gaf fasta sendingu fyrir og var Craig Dawson fyrstur á boltann og þrumaði honum í eigið net. Staðan orðin 3:2 en leikmenn West Ham búnir að skora öll fimm mörk leiksins.

Það kom þó að því að Arsenal-menn gætu skorað sjálfir. Á 82. mínútu skoraði nefnilega Lacazette með föstum skalla af stuttu færi eftir mjög góða fyrirgjöf varamannsins Nicolas Pépé frá hægri, 3:3.

Þar við sat og mögnuð endurkoma Arsenal staðreynd.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir