2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Mögnuð endurkoma hjá United

Skyldulesning

Edinson Cavani var hetja Manchester United.

Edinson Cavani var hetja Manchester United.

AFP

Manchester United vann magnaðan 3:2-sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Southampton var með 2:0-forskot í hálfleik en United sneri taflinu algjörlega við í seinni hálfleik.

Jan Bednarek kom Southampton yfir með skalla eftir hornspyrnu James Ward-Prowse á 23. mínútu og Ward-Prowse sá sjálfur um að skora annað markið með fallegri aukaspyrnu tíu mínútum síðar.

Ole Gunnar Solskjær setti Edinson Cavani inn á í hálfleik og það átti eftir að breyta öllu. Cavani lagði upp mark á Bruno Fernandes á 59. mínútu, jafnaði metin á 74. mínútu og skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og þar við sat.

United fór upp um sjö sæti og upp í sjöunda sætið þar sem liðið er með 16 stig eftir níu leiki. Southampton er með 17 stig eftir tíu leiki í fimmta sæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir