7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Mohamed Salah pirraður að vera tekinn af velli – Stormaði fram hjá Klopp

Skyldulesning

Mohamed Salah leikmaður Liverpool virtist allt annað en sáttur þegar hann var tekinn af velli þegar Liverpool var 1-0 yfir gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Salah var tekinn af velli á 64. mínútu fyrir Sadio Mané.

Þegar hann sá að verið væri að taka hann af velli kastaði hann höndunum upp í loft og setti höfuðuð niður á leiðinni út af vellinum.

Hann heilsaði Mane, sem var að koma inn á í hans stað, en gekk fram hjá Jurgen Klopp þjálfara sínum án þess að virða hann viðlits. Hann fór beint upp í stúku og fékk sér sæti án þess að yrða á nokkurn liðsfélaga eða starfsmann Liverpool.

Jurgen Klopp skildi pirring Salah. „Á þeim degi þegar Salah mun finnast í lagi að vera tekinn út af er eitthvað ekki í lagi. Við þurfum bara að passa upp á hann og það líkar honum ekki,“ sagði Klopp eftir leik.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Gross jafnaði metin í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu.

Hér að neðan má sjá myndir af Salah þegar hann var tekinn út af.

Getty Images
Getty Images
Getty Images

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir