7.3 C
Grindavik
20. september, 2021

Morðalda í Los Angeles – Hafa ekki verið fleiri í áratug

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Það sem af er ári hefur lögreglunni í Los Angeles verið tilkynnt um 300 morð. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem morðin ná 300 á einu ári. „Tala sem við höfum ekki séð í rúman áratug – 300 morð á einu ári,“ sagði í færslu lögreglunnar á Twitter.

CNN segir að á síðasta ári hafi 257 morð verið framin í borginni. Aukningin á þessu ári er rakin til heimsfaraldurs kórónuveirunnar og félagslegra og efnahagslegra áhrifa hans.

Morð númer 300 var framið um helgina þegar 17 ára piltur, sem var á mótorhjóli, var skotinn nærri heimili sínu. Morðum og skotárásum hefur einnig fjölgað í mörgum öðrum borgum landsins undanfarna mánuði. Í Louisville í Kentucky voru morðin orðin 121 í september og hafa aldrei verið fleiri. Talsmaður lögreglunnar sagði CNN þá að málafjöldinn væri svo mikill að lögreglan réði ekki við hann. Til dæmis hefðu aðeins verið handtökur í tengslum við 37 af þessum morðum.

Tölur frá lögreglunni í New York sýna einnig mikla aukningu skotárása eða 100% aukningu frá síðasta ári. Á þessu ári hafa verið 1.667 skotárásir, þar sem fólk hefur særst eða látist, samanborið við 828 á síðasta ári. Morðum hefur einnig fjölgað á milli ára í borginni og eru nú 45% fleiri en á síðasta ári eða 405 á móti 295 á því síðasta.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir