0 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Morðingi Grace Milla­ne sak­felldur fyrir fleiri á­rásir gegn konum

Skyldulesning

Maðurinn sem myrti breska bakpokaferðalanginn Grace Millane á Nýja-Sjálandi hefur verið sakfelldur fyrir tvær árásir til viðbótar gegn konum.

BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018.

Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum.

Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar.

Ellefu ára fangelsi til viðbótar

Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane.

Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder.

Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda.

Vakti gríðarlega athygli

Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum.

Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin.


Tengdar fréttir


Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi.


Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane.


Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl.


Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir