7 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Morgunblaðinu var bannað að ræða við hetjuna

Skyldulesning

Íslenska kvennalandsliðið er komið inn á Evrópumótið sem fram fer á Englandi árið 2022. Íslenska liðið tryggði sig inn á mótið á þriðjudag með 1-0 sigri á Ungverjalandi, hagstæð úrslit í öðrum riðlum síðar um kvöldið tryggðu miðann á Evrópumótið.

Morgunblaðið líkt og aðrir fjölmiðlar fjölluðu um þetta merka afrek hjá stelpunum sem eru komnar inn á sitt fjórða Evrópumót í röð.

Kristján Jónsson blaðamaður Morgunblaðsins upplýsir um það í blaði dagsins að Morgunblaðinu hafi verið bannað að ræða við tvo leikmenn liðsins. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði sigurmark Íslands fékk ekki að ræða við Morgunblaðið.

„Sjálfsagt hafa ein­hverj­ir les­end­ur blaðsins velt því fyr­ir sér hvers vegna ekki var leitað viðbragða Berg­lind­ar Bjarg­ar Þor­valds­dótt­ur. Hún skoraði markið mik­il­væga en hef­ur ekki átt fast sæti í byrj­un­arliðinu. Mér þykir því eðli­leg­ast að upp­lýsa les­end­ur um að við feng­um ekki að ræða við Berg­lindi að leikn­um lokn­um. Við feng­um þau skila­boð frá KSÍ að ekki væri í boði að ræða við Berg­lindi né fyr­irliða liðsins, Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur. Ástæðan var sú að þær höfðu þá farið í sjón­varps­viðtal,“ skrifar Kristján í Morgunblaðið í dag.

Morgunblaðinu var boðið að ræða við aðra leikmenn liðsins en Kristján á erfitt með að fá botn í af hverju KSÍ hefur uppi þessa dreifireglu. „Tengiliður okk­ar bauð okk­ur að ræða við aðra leik­menn, og var hjálp­leg­ur við að bjarga því, en þarna virðist vera ein­hver dreifi­regla hjá KSÍ. Leik­menn fari ekki í fleiri en eitt viðtal eft­ir lands­leiki. Mun það einnig hafa verið gert eft­ir um­spils­leik­inn hjá körl­un­um í Búdapest. Við gát­um verið með viðbrögð frá Söru á mbl.is og í Morg­un­blaðinu vegna þess að komið var á blaðamanna­fundi með henni þegar fyr­ir lá að sæti á EM væri í höfn.“

„Dreifi­reglu sem þessa hef ég ekki rekið mig á áður og botna lítið í henni. Í starf­inu er ég í sam­skipt­um við fleira íþrótta­fólk, og fleiri landslið, en knatt­spyrnu­fólkið. Hjá bæði HSÍ og KKÍ mæt­ir manni það viðmót að starfs­menn reyna að bjarga flest­um ef ekki öll­um þeim viðtöl­um sem við ósk­um eft­ir. Hvort sem við höf­um haft efni á því að fara utan á viðburðinn eða sitj­um heima. Senda jafn­vel sjálf viðtöl heim til að auka um­fjöll­un.“

Innlendar Fréttir