8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Mörkin: Eins og köttur í markinu

Skyldulesning

Sam Johnstone, markvörður WBA, reyndist hetja liðsins þegar WBA heimsótti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Johnstone varði hvert dauðafærið á fætur öðru en honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir mark Ilkay Gündogan á 30. mínútu.

Rúben Dias, miðvörður City, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 43. mínútu og þar við sat.

City-menn fengu nokkur frábær færi til þess að skora sigurmarkið en Johnstone var vandanum vaxinn og bjargaði stigi fyrir WBA.

Leikur Manchester City og WBA var sýndur beint á Síminn Sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir