Tottenham skoraði tvö glæsileg mörk er liðið skellti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:0-sigri á Arsenal í grannaslag í dag.
Komu bæði mörkin í fyrri hálfleik og voru þeir Harry Kane og Son Heung-Min á skotskónum með afar fallegum mörkum.
Mörkin og aðrar svipmyndir má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.