Cristian Romero og Harry Kane skoruðu mörk Tottenham þegar liðið vann góðan 2:0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.
Romero kom Tottenham á bragðið í fyrri hálfleik þegar hann fékk skot Dejan Kulusevski í sig.
Snemma í síðari hálfleik slapp Kane svo í gegn eftir sendingu Rodrigo Bentancur og kláraði af sinni alkunnu yfirvegun.
Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.