Leedsarar skoruðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 5:2-sigri Leeds en Jeff Hendrick kom Newcastle yfir á 26. mínútu áður en Patrick Bamford jafnaði metin fyrir Leeds á 35. mínútu.
Rodrigo kom Leeds yfir á 61. mínútu en Ciaran Clark jafnaði metin fyrir Newcastle á 65. mínútu.
Þeir Stuart Dallas, Ezgjan Alioski og Jack Harrison skoruðu svo sitt markið hver fyrir Leeds undir restina.
Leikur Leeds og Newcastle var sýndur beint á Síminn Sport.