6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Mörkin: Liverpool missteig sig

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 13.12.2020
| 19:26

Auglýsingin endar eftir sekúndur.

Liverpool og Fulham gerðu 1:1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Með sigri hefði Liverpool farið á topp deildarinnar en er ennþá í 2. sæti á eftir Tottenham.

Bobby Decordova-Reid kom Fulham yfir á 25. mínútu þegar hann skoraði með frábæru skoti.

Á 79. mínútu jafnaði Mohamed Salah metin úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að boltinn hafði farið í hönd Aboubakar Kamara. Vítið var beint á Alphonse Areola í marki Fulham en lak undir hann.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir