4 C
Grindavik
5. mars, 2021

Mörkin: Loksins skoraði Aubameyang

Skyldulesning

Pierre-Emerick Aubameyang bjargaði stigi fyrir Arsenal þegar liðið tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Aubameyang skoraði jöfnunarmark Arsenal á 52. mínútu.

Theo Walcott kom Southampton yfir gegn sínum gömlu liðsfélögum á 18. mínútu og Southampton leiddi með einu marki í hálfleik.

Gabriel, varnarmaður Arsenal, fékk tvö gul spjöld á fjögura mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með rautt en leikmönnum Southampton tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.

Leikur Arsenal og Southampton var sýndur beint á Síminn Sport.

Innlendar Fréttir