Pedro Neto reyndist hetja Wolves þegar liðið fékk Chelsea í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Wolverhampton í kvöld.
Leiknum lauk með 2:1-sigri Wolves en Neto skoraði sigurmark Wolves eftir frábæra skyndisókn í uppbótartíma.
Olivier Giroud kom Chelsea yfir í upphafi síðari hálfleiks en Daniel Prodence jafnaði metin fyrir Wolves á 66. mínútu.
Wolves er með 20 stig í tíunda sæti deildarinnar en Chelsea er í fimmta sætinu með 22 stig.
Leikur Wolves og Chelsea var sýndur beint á Síminn Sport.