morkin:-tvo-sjalfsmork-med-minutu-millibili

Mörkin: Tvö sjálfsmörk með mínútu millibili

Kiearan Trippier var á skotskónum fyrir Newcastle þegar liðið vann sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu gegn Everton í Newcastle í kvöld.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Newcastle en Trippier, sem gekk til liðs við Newcastle frá Atlético Madrid í nýliðnum félagaskiptaglugga, skoraði þriðja mark Newcastle beint úr aukaspyrnu.

Þá voru tvö sjálfsmörk skoruð í fyrri hálfleik með mínútu millibili þar sem varnarmenn liðanna voru í aðalhlutverkum.

Leikur Newcastle og Everton var sýndur beint á Síminn Sport.


Posted

in

,

by

Tags: