7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Mörkin: Úlfarnir höfðu betur á Emirates

Skyldulesning

Wolves unnu frábæran 2:1 útisigur gegn Arsenal á Emirates-vellinum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Úlfarnir komust yfir á 27. mínútu með marki Pedro Neto. Neto fylgdi þá eftir skalla Leander Dendoncker í þverslánna.

Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Gabriel með skalla eftir góða fyrirgjöf Willian.

Á 42. mínútu kom Daniel Podence Úlfunum yfir að nýju. Podence náði frákastinu eftir að skot Neto var varið og kláraði frábærlega.

Engin mörk voru skoruð í síðari hálfleik og tóku Úlfarnir því öll þrjú stigin.

Leik­ur Arsenal og Wolves var sýnd­ur beint á Sím­inn Sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir