8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Mörkin: United gaf mark á silfurfati

Skyldulesning

Marcus Rashford skoraði tvívegis fyrri Manchester United þegar liðið vann 3:2-útisigur gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

David McGoldrick kom Sheffield United yfir strax á 5. Mínútu en Rashford jafnaði metin, tuttugu mínútum síðar.

Anthony Martial bætti við öðru marki United skömmu síðar og Rashford var svo aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks áður en McGoldrick minnkaði muninn fyrir Sheffield United undir lok leiksins.

Rashford hefur verið í miklu stuði það sem af er tímabils en hann er markahæsti leikmaður United á leiktíðinni með tólf mörk.

Leikur Sheffield United og Manchester United var sýndur beint á Síminn Sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir