4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Mörkin: Víti, VAR og sjálfsmark

Skyldulesning

Það var nóg um að vera þegar Leicester vann 2:0-útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Jamie Vardy kom Leicester yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Leicester var nálægt því að komast í 2:0 snemma í seinni hálfleik en mark var dæmt af James Maddison vegna rangstöðu. 

Leicester náði hins vegar loksins tveggja marka forskoti á 59. mínútu þegar Toby Alderweireld skoraði klaufalegt sjálfsmark. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Innlendar Fréttir