Íþróttir
|
Enski boltinn
| mbl
| 6.12.2020
| 15:07
Auglýsingin endar eftir sekúndur.
Crystal Palace sigraði West Bromwich Albion örugglega í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Leiknum lauk með 5:1 sigri Palace en staðan var 1:1 þegar WBA missti Matheus Pereira af velli með rautt spjald.
Wilfried Zaha sneri aftur í lið Palace og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
Þá reimaði Christian Benteke á sig markaskónna og skoraði sömuleiðis tvö mörk.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.