10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Mótmæla fyrir utan Celtic Park og vilja stjórann burt – „Þetta er svívirðilegt, sjálfskipaðir asnar“

Skyldulesning

Stuðningsmenn skosku meistaranna í Celtic, mótmæltu fyrir utan heimavöll liðsins eftir 2-0 tap gegn Ross County í skoska bikarnum í dag og kröfðust þess að Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins yrði rekinn.

Celtic hefur ekki gengið vel á tímabilinu, liðið er í 2. sæti skosku deildarinnar með 30 stig eftir 12 leiki, 11 stigum á eftir erkifjendum sínum í Rangers en á tvo leiki til góða.

Reiði stuðningsmanna liðsins hefur verið sívaxandi á tímabilinu. Óánægðir stuðningsmenn voru mættir fyrir utan Celtic Park fyrir leik liðsins í dag og óánægjan varð meiri eftir tapið.

Absolutely disgusting from these so called „Celtic fans“. I am actually finding it hard to believe that they are Celtic fans 🤔 Neil Lennon has been through more than any of us could even imagine in his time at Celtic. He deserves so much better. pic.twitter.com/3rHwdFYR9S

— Michael McCahill 🍀 (@MickMcCahill) November 29, 2020

Chris Sutton, lék með Celtic á árunum 2000-2006, hann fordæmir hegðun þessara einstaklinga.

„Einstaklingarnir sem eru að mótmæla fyrir utan Celtic Park geta ekki kallað sig stuðningsmenn félagsins. Sannir stuðningsmenn myndu ekki  syngja niðrandi söngva um manninn sem hefur gefið allt sitt fyrir félagið eins og Neil Lennon hefur gert. Þetta er svívirðilegt, sjálfskipaðir asnar,“ skrifaði Chris Sutton á Twitter.

Tveir lögreglumenn hafa meiðst smávægilega í mótmælunum samkvæmt heimildum Glasgow Evening Times.

Fyrir utan Celtic Park í kvöld / GettyImages
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic / GettyImages

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir