9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Mótmæla innrás Rússa

Skyldulesning

Frá mótmælum við rússneska sendiráðið á fimmtudaginn.

Boðað hefur verið til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum segir að hundruð Úkraínumanna, Rússa, Hvít-Rússa, Eista, Letta og Litháa, sem búa hér á landi, ásamt Íslendingum og öðrum krefjist vopnahlés í Úkraínu.

Mótmælin verða við rússneska sendiráðið við Túngötu 24 í Reykjavík klukkan 12, á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 15 og á Reyðarfirði klukkan 15.

„Við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur og kalla eftir sterkum viðbrögðum stjórnvalda – til að koma í veg fyrir þann mannlega harmleik sem vofir yfir milljónum manna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu skipuleggjenda.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir