7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Mótmæla „tilræði“ við villtan lax

Skyldulesning

Óánægju gætir með stór áform um sjókvíaeldi í Seyðisfirði.

Landssamband veiðifélaga mótmælir harðlega áformum Fiskeldis Austfjarða hf. um 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. Í harðorðri ályktun segir sambandið að eldi á norskum eldislaxi í Seyðisfirði sé „tilræði við villta laxastofna“.

Í ályktunni segir að sambandið taki undir mótmæli veiðifélaga í Vopnafirði og deili áhyggjum Seyðfirðinga. „Tugir þúsunda ferðamanna koma til landsins ár hvert með farþegaskipinu Norrænu. Ef áætlanir Fiskeldis Austfjarða hf. ganga eftir verður fyrsta sýn þessara ferðamanna opnar sjókvíarverksmiðjur í sjónum. Þessi sýn er í boði íslenskra stjórnvalda sem lagt hafa mikla áherslu á að kynna íslenska náttúru sem hreina og óspillta.“

Jafnframt segja Landssamtök veiðifélaga að hugmyndir um eldi gangi í berhögg við markmiðsákvæði laga um náttúruvernd. „Einkum er vísað til þess að markmið laganna er m.a. að vernda líffræðilega fjölbreytni og tryggja þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum. Með því að staðsetja sjókvíaeldi í Seyðisfirði er gengið gegn þessu markmiði enda ljóst að villtir stofnar laxfiska sem eiga heimkynni í firðinum, sem og í öðrum austfirskum ám, munu verða fyrir verulega neikvæðum áhrifum af eldisiðnaðninum.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir