7 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Mótmælaskilti á Austurvelli vekur mikla reiði – Bera bólusetningu saman við hræðilegan glæp – „Algjörlega siðlaus“

Skyldulesning

Um helgina voru haldin fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli. Um var að ræða mótmæli gegn Covid-19 ráðstöfunum hins opinbera. Mikið hefur verið fjallað um mótmælin vegna Elísabetar Guðmundsdóttur en hún mætti þangað þrátt fyrir að hafa átt að vera í sóttkví.

Efni þessarar fréttar er þó ekki Elísabet Guðmundsdóttir, þessi frétt fjallar um skilti. Þetta skilti sem um er að ræða mátti sjá á mótmælunum um helgina. Á því hélt kona en á skiltinu stóð með stórum rauðum stöfum: Bólusetning=nauðgun.

Óhætt er að segja að skiltið hafi ekki vakið mikla lukku, fólk var ekki ánægt með að bólusetningar væru bornar saman við þennan hræðilega glæp. Eftir að mynd af því var deilt inn á Facebook-hóp Coviðspyrnunnar virðast margir hafa gengið í hópinn til að setja út á það í athugasemdum. Er fólkið í athugasemdum bæði að furða sig á skiltinu og á því að fólk sé að mótmæla þessu yfir höfuð.

Getið þið hugsað ykkur að það er fólk stolt af því að halda mótmæli útaf covid og mæta með svona skilti…. að þau eru stolt… ég vona að þessi maneskju þurfi aldrei að ganga í gegnum það sem fórnalömb nauðgunar þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar kona nokkur í athugasemd við myndina.

„Er ekki í lagi?“ skrifar önnur og taka margir í sama streng. „Hver sá/sú sem mætti með þetta hefur greinilega aldrei upplifað nauðgun eða líkamlegt ofbeldi. Algjörlega siðlaus,“ skrifar síðan önnur. Nei nú segi ég stop þetta er ekki það sama. Eins mikið og ég er að reyna að skilja ykkar sjónarhorn á málinu þá er þetta allt of langt gengið. Að bera saman bólusetningar við nauðgun er mjög brenglað dæmi.“ skrifaði svo enn önnur.

Skiltið hefur einnig vakið athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að myndinni var deilt þar. „Í einhverskonar forvitnis-/sjálfspyntingarkasti sótti ég um aðgang í coviðspyrnuhópinn á facebook. Hann var ekki lengi að ganga fram að mér,“ skrifar Karítas nokkur á Twitter. „Ég er orðlaus,“ er síðan skrifað í athugasemd hjá henni.

Í einhverskonar forvitnis-/sjálfspyntingarkasti sótti ég um aðgang í coviðspyrnuhópinn á facebook. Hann var ekki lengi að ganga fram að mér. pic.twitter.com/WGpDrgVVqm

— Karítas (@Karitasrikhards) December 6, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir