0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Mót­mæltu sótt­varna­að­gerðum og væntan­legum bólu­setningum

Skyldulesning

Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. 

Fáir í hópnum báru grímur fyrir vitum, eins og er skylda þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Hópurinn sem skipulagði mótmælin ber nafnið covidspyrnan og á heimasíðu hópsins segir að hann sé til varnar borgaralegum réttindum á óvissutímum.

„Við köllum þetta meðmæli með mannréttindum, ekki mótmæli. Við erum að mæla með að fólk fái meira val,“ segir Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sem var viðstödd mótmælunum.

Mótmælendur héldu uppi skiltum til þess að vekja athygli á málstað sínum.Vísir/Adelina

„Að fólk fái meira val um þessar sóttvarnareglur sem hafa verið settar á hérna núna í marga mánuði. Við teljum að þær valdi meiri skaða á heilsu fólks og lífi almennt, sérstaklega myndi ég segja hjá ungu fólki sem hefur orðið illa úti,“ segir Helga.

„Við erum að mæla með mannréttindum, við erum að mæla með því að fólk hafi val til dæmis um bólusetningu. Það er ekki val, ef þú þiggur ekki bólusetningu og svo er þér ekki veittur aðgangur að ýmsum stöðum, flugfélögum og víðar.“

Helga Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur og mótmælandi.Vísir/Adelina

Hún segir hræsni fólgna í því að fólki sé meinaður aðgangur að stöðum hafi það ekki verið bólusett. Fólk eigi að fá að nota eigin dómgreind.

„Við erum ekki hættulegur hópur sem vill smita aðra eins og sumir vilja láta vera. Fólk sem að er fylgjandi mikið þessum sóttvarnareglum fer ekkert eftir þeim í reynd,“ segir Helga.

„Það er að nota skítuga maska, aftur og aftur vikum saman, og það er þannig séð að smita miklu meira heldur en að sleppa þeim. Að safna fólki til dæmis í Kringluna eða í lítið rými þar sem það þarf að bíða í röð til að komast inn í stærri rými, það er til dæmis mjög skrítin regla.“

Hún segist hafa fengið hugmyndina um að mæta á Austurvöll fyrir um sex vikum síðan og hafi hún staðið á Austurvelli í mótmælaskyni sex laugardaga. Fólki hafi verið velkomið að koma en atburðurinn sé ekki auglýstur. Mótmælin hafa þó verið auglýst á Facebook og fólk hvatt til að koma.

Vísir/Adelina


Tengdar fréttir


Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra.


Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld.


Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir