7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Mótorhjólaklúbbur varð fyrir innbroti og skemmdarverkum – MYNDIR

Skyldulesning

Motomas er vélhjólaklúbbur í Mosfellsbæ sem er með starfsemi sína við rætur Mosfells, nálægt höfuðstöðvum Ístaks.

Fyrir skömmu var brotist inn í traktor í eigu klúbbsins og unnar á honum miklar skemmdir, tjónið hleypur líklega á nokkur hundruð þúsund krónum.

Meðfylgjandi myndir sýna ummerkin. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 4441000.

Motomas óskar eftir því að myndunum sé dreift sem víðast til að hjálpa til við lausn málsins og einfaldasta aðferðin er að deila þessari frétt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir