Mount ekki endilega til Liverpool – Fyrrum stjóri vill fá hann – DV

0
111

Mason Mount, leikmaður Chelsea, er líklega á förum frá félaginu í sumar og er sterklega orðaður við Liverpool.

Mount verður samningslaus á næsta ári og vill Chelsea selja hann ef nýr samningur verður ekki undirritaður.

Það hefur gengið illa hjá Chelsea að semja við leikmanninn en hann myndi kosta um 70 milljónir punda.

Samkvæmt Guardian þá er annað lið í boði fyrir Mount og það er Bayern Munchen í Þýskalandi.

Ástæðan er sú að Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Chelsea, tók við Bayern á dögunum og hefur mikinn áhuga á að fá leikmanninn til félagsins.

Mount vann Meistaradeildina með Chelsea undir Tuchel og hefur mikinn áhuga á að vinna með Þjóðverjanum á ný.

Enski boltinn á 433 er í boði