5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Mourinho hefur vælt og skælt yfir meiðslum – Gerði lítið úr ástandinu hjá Liverpool í gær

Skyldulesning

Jose Mourinho stjóri Tottenham fór mikinn í gær þegar hann gerði lítið úr meiðslavandræðum Liverpool og þeim ummælum sem Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur látið falla. Liðin mætast í toppslag á Anfield í kvöld.

„Meiðsli eru hluti af þessu. Alisson er ekki meiddur, Arnold er ekki meiddur, ég held að Matip spili, Fabinho er ekki meiddur, Robertson er ekki meiddur, Henderson er ekki meiddur, Wijnaldum er ekki meiddur, Salah er ekki meiddur, Firmino er ekki meiddur, Mane er ekki meiddur,“ sagði Mourinho í ræðu sinni í gær.

Meira:


Mourinho með þrumuræðu og gerir lítið úr meiðslum hjá Liverpool

„Ég get komið með tíu meidda leikmenn hjá Tottenham. við erum með tvo krakka í U16, tvo í U21 og þrjá í U23 ára liðinu. Lamela og Tanganga eru meiddir.“

Mourinho er nú ekki alveg saklaust af því að hafa vælt og skælt yfir meiðslum og ákvað Guardian að rifja upp nokkur atvik.

A brief history of José Mourinho and Manchester United injuries https://t.co/le2N3G3ScK pic.twitter.com/bStG1EIRVN

— Guardian sport (@guardian_sport) October 19, 2017

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir