6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Mourinho hjólar í vinsælan tölvuleik – ,,Vaka allar nætur til að spila þetta drasl“

Skyldulesning

Jose Mourinho er ekki hrifinn af því ef knattspyrnumenn eyða miklum tíma í tölvuleikinn vinsæla, Fortnite.

Portúgalski knattspyrnustjórinn er nýtekinn við stjórn hjá AS Roma í ítalska boltanum.

Hann fór í viðtal við Youtube-síðu félagsins. Þar tjáði hann sig meðal annars um það þegar atvinnumenn í knattspyrnu spila tölvuleiki.

,,Fortnite? Það er martröð. Knattspyrnumenn vaka allar nætur til að spila þetta drasl og eiga svo leik daginn eftir,“ sagði Mourinho.

Roma hafnaði í sjöunda sæti ítölsku Serie A á síðustu leiktíð. Mourinho mun reyna að koma liðinu aftur í baráttuna um sætin í Meistaradeild Evrópu.

Það er spurnig hvort tölvuleikjanotkun leikmanna sé eitt af því sem hann þarf að skoða til að ná því besta út úr þeim á næstu leiktíð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir