2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Mourinho með skot á Solskjær – Telur að Ferguson sé sammála

Skyldulesning

Það verður fróðlegur leikur í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:30 í dag þegar Tottenham og Manchester United eigast við.

Jose Mourinho fer þá í skák við sitt gamla félag en hann telur að Ole Gunnar Solskjær sem var arftaki hans verði að fara að vinna titla.

Mourinho vann tvo titla á sínu fyrsta tímabili hjá United en var rekinn einu og hálfu ári síðar.

Solskjær er að nálgast tvö og hálft ár í starfi en hefur ekkert unnið, hann sagði á dögunum að góð frammistaða í deildinni skipti meira máli en titill sem gæti blekkt stöðu félagsins.

„Ég held að Sir Alex hafi nú aðra skoðun, ég ber virðingu fyrir skoðun Solskjær en er ekki sammála og er með aðrar hugmyndir,“
sagði Mourinho.

„Það er frelsi hér til að hafa skoðanir, ef þetta er hans skoðun þá pirrar það mig ekki.“

„Ég held að stóri stjórinn hans, sá stærsti í sögu deildarinnar sé ekki sammála.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir