Mourinho og Ancelotti vinna saman í nýrri nefnd hjá UEFA – Vísir

0
74

Fótbolti

Mourinho og Ancelotti vinna saman í nýrri nefnd hjá UEFA Carlo Ancelotti og  José Mourinho hafa báðir mikla reynslu af því að stýra fótboltaliðum í mörgum löndum og ættu því að geta nýtt sér það í nefndinni. Getty/Joe Prior Knattspyrnustjórarnir Carlo Ancelotti og José Mourinho geta nú haft bein áhrif á þróun fótboltans í heiminum.

Þessir sigursælu og reynslumiklu knattspyrnustjórar eru nefnilega í nýrri nefnd hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA,

Nefndin er skipuð gömlum fótboltamönnum og reynslumiklum þjálfurum en auk Ancelotti og Mourinho eru líka í nefndinni goðsagnir eins og Paolo Maldini og Luis Figo. 

Uefa Football Board to meet for first time on Mon, featuring the game’s biggest names including Southgate, Ancelotti & Mourinho.

Guidance sent out encourages open discussion & strong debate
Handball main topic
30 Champions Leagues between them https://t.co/mouJM9ZbDI

— Sam Cunningham (@samcunningham) April 21, 2023 Fyrsti fundur nefndarinnar er að baki en hún hittist í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.

Framkvæmdanefnd UEFA mun hér eftir leita til nefndarinnar til að fá hlutlaust mat á ákveðnum hlutum í fótboltanum.

Meðal umræðuefna á fyrsta fundi var reglan um hendi eða ekki hendi. Þar ræða menn það að það er ekki nóg að boltinn komi við hendina til að menn fá á sig víti. Það þarf meira til.

Kapparnir eru sagðir hafa skoðanir á því hvenær á að gefa gult spjald og hvenær ekki þegar kemur að því að menn handleika boltann og þá finnst þeim það skipta máli hvernig leikmenn fá boltann í hendina og að það skipti máli hvort boltinn sé á leið frá marki en ekki að marki.

Það verður fróðlegt að heyra formlegar niðurstöður nefndarinnar.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið