1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Mourin­ho óskaði Levy til hamingju eftir sigurinn á Arsenal

Skyldulesning

Sálmarnir

2020 þriðja kaldasta

Það er ekki oft sem stjórnarmenn fá hrós eftir leiki en Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, fékk eitt slíkt í gær.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var eðlilega hinn hressasti á blaðamannafundinum eftir 2-0 sigur Tottenham á Arsenal í Norður-Lundúnarslagnum í gærkvöldi.

Harry og Heung-Min Son skoruðu mörk Tottenham og lögðu svo upp sitt hvort markið fyrir hvorn annan. Tottenham varðist svo vel og mörkin komu úr snörpum skyndisóknum. Vel uppsettur leikur Mourinho.

Hinn danski Pierre-Emile Højbjerg hefur verið einn stærsti lykillinn í því að Tottenham er á toppi deildarinnar. Hann kom til Tottenham í sumar og Mourinho hrósaði Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham, eftir leikinn í gær.

„Þetta eru ekki mín orð. Þetta er frá þjálfurum 30 eða 40 árum síðan: Einfaldleiki er snilld,“ sagði Mourinho og hélt áfram.

„Hann er svo einfaldur í öllu sem hann gerir með boltann. Mér finnst hann stórkostlegur leikmaður. Til hamingju Mr. Levy,“ bætti Portúgalinn við.

Pierre-Emile Højbjerg kom til Tottenham í sumar eftir að hafa leikið með Southampton síðustu fjögur tímabil. Þar áður var hann á mála hjá Bayern Munchen.

Innlendar Fréttir