Mourinho sagði takk en nei takk þegar Todd Boehly hafði samband – DV

0
79

Jose Mourinho er sagður hafa hafnað því að fara í viðræður við Chelsea um mögulega endurkomu til félagsins. Erlendir miðlar fjalla um málið.

Chelsea er í leit að nýjum stjóra en samkvæmt fréttum eru allar líkur á því að Mauricio Pochettino taki við.

Chelsea fór í viðræður við fleiri stjóra og Mourinho ku vera þar á meðal.

Mourinho hefur í tvígang tekið við sem stjóri Chelsea og náði góðum árangri en hann var rekinn úr starfinu árið 2015 og tók þá við Manchester United.

Samkvæmt Corriere dello Sport vildi Mourinho sem í dag stýrir Roma ekki taka samtali við Todd Boehly og aðra stjórnarmenn Chelsea.

Chelsea rak Graham Potter úr starfi á dögunum og tók Frank Lampard tímabundið við, hefur ekkert gengið hjá Chelsea frá þeirri breytingu.

Enski boltinn á 433 er í boði