5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Mourinho segir Klopp að gleyma þessu – „Þetta breytist aldrei“

Skyldulesning

Jurgen Klopp stjóri Liverpool heldur áfram að hjóla í sjónvarpsstöðvarnar í Bretlandi. Liverpool tapaði óvænt 0-2 á heimavelli fyrir ítalska liðinu Atalanta í D-riðli í Meistaradeildinni í gær. Josip Illicic kom Atalanta yfir með marki á 60. mínútu og Robin Gosens innsiglaði síðan sigur liðsins. Liverpool er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 9 stig. Atalanta er í 3.sæti með 7 stig.

Næsti leikur Liverpool er í hádeginu á laugardag á útivelli gegn Brighton. „Ég er hræddur við að segja þetta en ég held að við og fleiri lið getum lent í því að verða bensínlaus,“ sagði Klopp efir tapið.

Hann hefur gagnrýnt BT Sport og Sky Sports harkalega fyrir hvernig þau raða upp sjónvarsleikjum. „Þið (BT Sport) viljið að við spilum í hádeginu á laugardag, það er nánast glæpur í mínum huga. Það hefur ekkert með þennan leik gegn Atalanta að gear.“

Jose Mourinho stjóri Tottenham segir að það sé vita vonlaust að reyna að breyta hlutunum á Englandi, hann hafi áttað sig fljótlega á því eftir að hann tók við Chelsea árið 2004.

„Klopp kom hingað 2015 en ég kom 2004, það sem hann hefur fattað frá 2015 hef ég vitað frá 2004,“ sagði Mourinho.

„Það breytist aldreð og við verðum bara að aðlagast þessu, svona verða hlutirnir alltaf.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir