7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Mourin­ho um sam­fé­lags­miðla­notkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðnings­mönnum

Skyldulesning

Fótbolti

Mourinho fer mikinn þessa dagana, bæði á hliðarlínunni sem og á samfélagsmiðlum.
Mourinho fer mikinn þessa dagana, bæði á hliðarlínunni sem og á samfélagsmiðlum.
Tottenham Hotspur/Getty Images

José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 

Þetta kom fram í viðtali Mourinho við Sky Sports í gærdag.

„Ég er að reyna að opna heim okkar fyrir umheiminum. Ég tel þetta vera góða skemmtun fyrir alla,“ segir Mourinho í viðtali við Sky Sports um óvænta samfélagsmiðla notkun sína undanfarnar vikur og mánuði.

Lærisveinar Mourinho hjá Tottenham Hotspur hafa átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni en liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Sem stendur er liðið á toppi J-riðils í Evrópudeildinni með sex stig að loknum þremur leikjum. Tottenham tekur á móti Ludogorets Razgrad í kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Um liðna helgi viðurkenndi Mourinho til að mynda að hann hefði tapað veðmáli við leikmann Tottenham. Þurfti hann að kaupa kjötlæri að virði 90 þúsund íslenskra króna.

„Færslurnar eru það sem þær eru. Ég birti færslu i tíu mínútum eftir skelfilegt tap gegn Antwerpen. Ég birti enga færslu eftir sigurinn gegn Manchester City, það var mjög góður sigur og allir voru ánægðir,“ segir Mourinho um færslurnar sínar á samfélagsmiðlum.

Hér að neðan má sjá færsluna sem José birti eftir tap Tottenham gegn Antwerpen.

„Hope everyone in this bus is as upset as I am.“

Jose Mourinho has taken to Instagram to express his disappointment after #THFC‘s #UEL defeat to Antwerp…

— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 29, 2020

„Ég er að reyna opna okkar heim fyrir umheiminum. Fólk heldur oft að það elski það sem gerist bakvið tjöldin, fólk elskar það sem það sér ekki. Ég held að vinsældir Amazon-þáttaraðarinnar hafi verið af því það var allt opið almenningi. Ég held að allir hafi notið góðs af.“


Tengdar fréttir


Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilón fékk verðlaun frá José Mourinho eftir sigur Tottenham á Manchester City.


Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina.


Tottenham Hotspur trónir á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar níu umferðir eru búnar. Liðið hefur hinsvegar ekki unnið Englandsmeistaratitil síðan árið 1961 og ekki unnið titil síðan 2008, þegar liðið vann enska deildarbikarinn.


Harry Kane reyndist varnarmönnum Manchester City erfiður um helgina og þeir hinir sömu fengu skömm í hattinn hjá gamla Liverpool manninum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir