-3 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Mourinho vill að yfirvöld kíki á búningsklefana hjá Stoke

Skyldulesning

Stoke City, tekur á móti Tottenham í enska deildarbikarnum á morgun. Síðan að enski boltinn fór aftur að stað eftir hlé vegna Covid-19 faraldursins hefur verið farið í ýmsar aðgerðir til þess að lágmarka hættuna á smitum í kringum knattspyrnuleiki.

Ein af þeim aðgerðum sem farið hefur verið í á mörgum knattspyrnuvöllum víðs vegar um England, er að setja saman búningsklefa fyrir gestalið sem er lengra frá búningsklefa heimaliðsins en venja er fyrir. Með því er verið að minnka samveru leikmanna beggja liða, fyrir og eftir leik.

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Middlesborough, fór ekki fögrum orðum um aðstöðuna fyrir gestalið hjá Stoke City er liðin mættust á dögunum. Lýsti hann aðstöðunni sem svínastíu sem hann myndi ekki einu sinni geyma dýr í.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var spurður út í  aðstöðuna hjá Stoke á fréttamannafundi fyrir leikinn, en liðin mættast á heimavelli síðarnefnda liðsins á morgun.

„Ég er með myndbandsupptöku af aðstöðunni sem kollegi sendi mér. Þetta ætti í raun ekki að vera spurning fyrir mig heldur yfirvöld. Knattspyrnu yfirvöld, öryggis yfirvöld, ekki mig,“ sagði Mourinho, sem vildi segja sem minnst um aðstöðuna hjá Stoke.

Innlendar Fréttir