5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Mun kandídatsár lækna heyra sögunni til hér á landi?

Skyldulesning

Kandídatsárið eins og það hefur verið þekkt á Íslandi um langa hríð verður lagt niður og það tekið upp sem hluti af sérnámi ef hugmyndir heilbrigðisráðherra verða að veruleika.

Í nýbirtum drögum að breytingum á reglum um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi segir að hið hefðbundna 12 mánaða kandídatsár, sem hefur verið talað um sem sjöunda ár læknisfræðinnar verði fellt niður og almennt lækningaleyfi veitt eftir sex ára háskólanám í læknisfræði. Þess í stað verður tekið upp svokallað 12 mánaða starfsþjálfun, svokallaður sérnámsgrunnur sem verður hluti af sérnámi lækna.

Í samtali við DV segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, og fyrrum landlæknir að með þessum breytingum sé verið að aðlaga íslenska kerfið að þeim löndum sem við helst berum okkur saman við og þá helst Norðurlöndunum.

Drögin eru unnin af vinnuhóp sem ráðherra skipaði um breytingar á reglugerðinni og var hópnum falið að endurskoða og skilgreina nánar umgjörð og stjórnskipulag framhaldsnáms í læknisfræði hér á landi.

Í skýringu með drögunum segir: „Breytingum þessum er ætlað að tryggja að sérnámslæknar frá Háskóla Íslands séu ekki lakar settir en sérnámslæknar frá öðrum ríkjum. Æ fleiri ríki bætast hóp þeirra sem hafa starfsþjálfun sem hluta af sérnámi en ekki grunnnámi lækna. Nýlega bættist Noregur við og Svíþjóð mun einnig bætast í hópinn frá 1. júlí n.k. Í ljósi þess að flestir læknar frá Háskóla Íslands sækja sér sérfræðimenntun til Svíþjóðar standa vonir vinnuhópsins til þess að þær breytingar sem hér eru lagðar til öðlist gildi innan EES-svæðisins fyrir 1. júlí 2021.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir