8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Mun neita að sleppa leikmönnum í landsliðsverkefni

Skyldulesning

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist munu neita tilteknum leikmönnum sínum um að fara í landsliðsverkefni í mánuðinum ef yfirvöld í Bretlandi láti ekki af kröfu sinni um 10 daga sóttkví við endurkomu leikmanna til landsins.

„Ég held að allir geti verið sammála því að við getum ekki látið leikmenn fara erlendis til þess að spila fyrir landslið sín og svo koma þeir til baka og þurfa að fara í 10 daga sóttkví á hóteli, við getum ekki gert það þannig,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.

Eftir næstu helgi fer í hönd þriggja leikja landsleikjahlé og gæti Klopp meinað leikmönnum á við Alisson, Roberto Firmino, Fabinho og Diogo Jota að ferðast í landsliðsverkefni sinna þjóða.

„FIFA var nokkuð skýrt þegar þeir sögðu að við þyrftum ekki að láta leikmennina af hendi í þetta skiptið, og ég held að öll félögin séu sammála um að þegar vandamálið er eins og það er getum við hreinlega ekki látið leikmennina fara,“ bætti hann við.

Innlendar Fréttir